Á þjóðlegu nótunum

Á þjóðlegu nótunum
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)  
 
Það er eins og tískan sé alltaf að breytast,
með ógurlegum hraða hún fer,
og þrátt fyrir allt  sem við þráum heitast
á þessum nótum lífið er.

Og hefurðu séð þessar hörkuskvísur,
sem halda að þær séu stórfrétt?
Þær dansa svo pent eins og dúkkulísur,
en draga varla andann rétt.

Það er á þjóðlegu nótunum,
þegar við lyftum upp fótunum
og stígum í vænginn við steggi fína
í stöðu, sem er alveg pottþétt.

Í brjáluðu stuði á ball við förum,
það besta sem völ er á.
Að flestöllu leyti þar fram úr skörum
og freistum þess í þig að ná.

Það er á þjóðlegu nótunum,
þegar við lyftum upp fótunum
og við svífum í burtu í sæluvímu,
en segjum ekki meiru frá.

Það er á þjóðlegu nótunum,
þegar við lyftum upp fótunum
og stígum í vænginn við steggi fína
í stöðu, sem er alveg pottþétt.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]