Eftir ballið

Eftir ballið
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Erling Örn Pétursson)
 
Þegar síðasta laginu er lokið,
ein þá labba ég vonsvikin heim,
og í skjólin þá flest öll er fokið,
því ég fæ engan til mín í geim.

Því mér leiðist einn sífellt að sofa,
engin sanngirni finnst mér í því,
meðan húki í leti og dofa,
allir liggja þeir stelpunum í.

Miklu betra væri að vera saman,
á vængjum ástar þú og ég,
því að þá yrði gleði og gaman,
þegar gengjum við draumanna veg.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]