Lítið skrjáf í skógi

Lítið skrjáf í skógi
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Aðalsteinn Hermannsson)

Þér aldrei mun gleyma,
þótt árin hverfa á braut
og allar stundir dreymir mig um þessa nótt.
Við áttum unaðsheima.
Ég ástar þinnar naut,
en gæfan mesta glatast stundum fljótt.

Lítið skrjáf í skógi,
skuggi bak við tré.
þegar eitthvað óvænt gerist
alltaf þig ég sé.
Ég veit að þetta er villa,
þú verður aldrei mín.
Það eina, sem ég elska er minning þín.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]