Ég syng þennan söng
(lag Geirmundur Valtýsson / Texti Guðbrandur Þ. Guðbrandsson)
Einn ég gekk á auðu stræti
yfir þögul torg.
Mér fannst þá eins og vorið væri
í víli og ástarsorg,
því rigning, móða og mistur huldi
mína heimaborg.
Þá allt í einu út strætó stúlka
stökk til mín og leit,
þá virtist eins og við mér skini
vorsól björg og heit,
og gamla torgsins gangstétt yrði
að grænu sælureit.
viðlag
Ég syng þennan söng,
syng minn vordagasöng
þótt napur af hafinu nákaldur vindur nú blási
ég syng þennan söng.
Því ástin mín ein
eins og vorsól mér skein
því hún kom sem engill af himni með brosið sitt bjarta
og bætti öll mein.
Síðan ég sælum draumi
svíf um þennan bæ.
Dísin fagra í draumum mínum
dvelur sí og æ.
Þótt kaldur vindur kollinn ýfi,
ég kátur syng og hlæ.
viðlag
[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]