Alpatwist

Alpatwist
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hjálmar Jónsson)
 
Suður í Ölpunum sé ég þig fyrst,
sakleysið uppmálað dansarðu twist,
svo lífsglöð og létt
og lipur og nett,
til sóma í fjölþjóða fjallkonustétt.

Framtíðardrauma mig dreymir um þig,
dansandi fegurð þín gagntekur mig.
Þú kemur í ljós,
mín kærasta rós,
ég syng þér af sjálfsdáðum hrós.

Dansaðu twist
af dugnaði og list,
í miklum móð
en mild og góð.

Þú lýsir mér leið
svo leið verði greið
að finnast þar
til frambúðar.

Við hittumst í maí
í háfjallabæ.
Ég heilsa með hátíðarblæ.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]