Á fullri ferð

Á fullri ferð
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
 
Það hefur flest hundruð sinnum gerst
og heimurinn er yfirleitt á þá lund.
Við fetum því fótspor gömul í
og förum langt á skammri stund.
Við sjáum enn sömu myndirnar
og syngjum dátt, ef heyrum við lög og ljóð,
sem áður fyrr alla heilluðu.
Eru þau þá gild og góð?

Viðlag
Víða liggja vegamót,
veröldin er gerð
út á hraða og hér er
allt á fullri ferð.

Við lítum á ljósu hliðarnar
og leggjum til að allt fái annan brag,
svo okkar leið áfram verði greið.
Allir sjá að nú er lag.

viðlag

Láttu engan letja þig,
lífið sem þú sérð
er í dag sem endranær
allt á fullri ferð.

Það er gaman að gleyma sér alveg
og gefa sig draumum á vald.

Láttu engan letja þig,
lífið sem þú sérð
er og verður oftast nær
allt á fullri ferð.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Allt á fullri ferð]