Sumarfrí

Sumarfrí
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Erling Örn Pétursson)
 
Er sólin hátt á himni skín
og heitir geislar freista mín
þá fyllir hugann ferðþrá
og fljót ég fer á stjá.
Og hvar ég enda enginn veit
í Húsafelli, í Mývatnssveit
og stefnulaust því legg á ný
af stað í sumarfrí.

viðlag
O O O Ó sumarfrí, sumarfrí,
ég skelli mér af stað í sumarfrí.
Sumarfrí, sumarfrí.
úr sumarfríi sæl og glöð ég sný.

Um Austfirðina æðandi
og alla staði þræðandi.
Í Atlavík má andans þrótt
Endurný,a fljótt.
Frá Vaglaskógi í Varmahlíð
þar vil ég stoppa nokkra hríð.
Í Miðgarði við sjáumst svo
á sveitaballi í nótt.

viðlag

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]