Ég er rokkari

Ég er rokkari
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Erling Örn Pétursson)

Nú allir rock og róla
því gamla rokkið líkar mér
en aðrir gráta og góla
og ganga næstum fram af sér.
Ég óður tjútta og twista
og tæti um gólfið allt í kring,
er tek ég taktinn fyrsta
ég truflaður af gleði synd.

viðlag
Ég er rokkari í raun af lífi og sál,
þegar rokkið heyri fer ég hreint í bál,
alveg brjál.
Þá veð ég út á dansgólfið
með gellurnar á hæl og tá
og geggjast þar og rokka þar til
ég er orðinn næstum frá.

Þú ert mín ástin eina,
í óðu tjútti sný ég þér
og því er ekki að leyna
í ofsaformi liðið er.
Því gamla góða rokkið,
það er gæfumunurinn
og besta skemmtiskokkið
fyrir skrokkinn þinn og minn.

viðlag

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]