Litla lindin

Litla lindin
(Lag / texti Geirmundur Valtýsson)
 
Litla fagra, ljúfa lind,
ég læt mig dreyma um þig,
aldrei gleymist mér þín mynd,
máske manstu mig.

Það var um vor, ég sá þín spor,
í fjallahlíðum inn til dala.
Svo hrein og tær, sem sumarblær,
ég sá þig glaða í runni hjala.

Lítið fannst mér liggja á,
við hlið þér lúrði‘ um stund
þar til léku lömbin smá
létt um græna grund.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Í syngjandi sveiflu]