Gef mér frið

Gef mér frið
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Hilmir Jóhannesson)

Það er hjá mér bara, bara þessi þrá
þig að hitta strax og morgunsólin vaknar,
daginn langan, þig langar til að sjá
löngun mín þín enn í kvöldrökkrinu saknar.

Er þú brosir til mín bjarta sólin skín.
Þá um bláan himin flýg ég sæll og glaður.
Eins og sólskríkja ég sumarljóðin mín
syng og tralla, hér er dásamlegur staður.

Alltaf þú, ert mér nær, alltaf þér,
unna verð, endalast, andartak.
Gef mér frið, frið í nótt, gef mér frið,
það er sárt, þig að þrá, endalaust.

Er þú gleymir mér þá geigur logasár,
grimmri krumlu læsir um mitt litla hjarta.
Óðar horfinn er mér himinn fagurblár
en í hugarfylgsnum  ræður nóttin svarta.

[af plötunni Geirmundur Valtýsson – Á fullri ferð]