Sjómannalíf

Sjómannalíf
(Lag / texti: þýskt þjóðlag / Bjarki Árnason)

Roðar í austri og rökkrið flýr,
rennur þá dagur nýr.
Látum úr höfn út á hafsins vald,
hreinan bárufald.
Bliku á lofti þó beri hátt
beitivind siglum í norðurátt.
En gefi á, og gnauði í rá
glaðir og reifir við syngjum þá.

Sjómannalíf er sem leiftrandi vín,
lokkandi, seiðandi, alltaf til sín,
kallandi þrátt, karlmennsku hátt,
krefjandi um hugdirfsku, þrek og mátt.
Það er sjómannslíf.

Stormurinn rýkur um reiðan mar,
reisir hann öldurnar.
Sýður á keipum og svarrar þar,
siglum brátt í var.
Heima er beðið og hugað títt,
hetju af sjónum er fagnað blítt.
Nú hefjum brag um horfinn dag,
höldum svo gleði við sjómannalag.

Huga minn áttu þá heillandi snót,
hraðstíg við göngum á fagnaðarmót.
Kemur þó fljótt kvöldhúmið rótt,
kveðjumst svo aftur er hallar nótt.
Sæfextar öldur og svellandi víf,
það er sjómannslíf.

[af plötunni Karlakórinn Vísir – Okkar glaða söngvamál]