Ég vona það

Ég vona það
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson / Steinn J. Jónsson)

Nú stígum við dansinn dátt
við dunandi lagið kátt.
Það er svo seiðandi að sjá þín léttu spor,
svo mjúkan munn þú átt,
minn örvar það hjartaslátt.
Mér finnst sem innra með mér ólgi lífsins vor.

Og svo þegar ballinu er lokið
skeður lítið ævintýr,
við tvö ein lífsins skulum njóta
þar til dagur rennur nýr.
Og þegar þessi sælustund á enda runnin er,
ég vona að eilífu þú verðir heitin mér.

Og fram við dönsum dátt,
því enn dunar lagið kátt.
Það er svo seiðandi að sjá þín léttu spor
og fögru augun þín
er horfa þau upp til mín.
Mér finnst sem innra með mér ólgi lífsins vor.

Og svo þegar ballinu er lokið
skeður lítið ævintýr,
við tvö ein lífsins skulum njóta
þar til dagur rennur nýr.
Og þegar þessi sælustund á enda runnin er,
ég vona að eilífu þú verðir heitin mér.

[m.a. á plötunni Geirmundur Valtýsson – Ég vona það]