Mærin frá Miklabæ

Mærin frá Miklabæ
(Lag / texti: erlent lag (Mærin frá Mexíkó) / Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli)

Að Miklabæ ég á markað fór
og meri var þar ein feit og stór.
Ég gerðist bráður að beisla’ hana
en biddu fyrir þér – ég réð ekkert við hana.
Hún frísaði og sló, mig flatan dró
þann fjanda ég aldrei skilið fæ.
En verst var það, já veistu hvað?
Ég varð að skilja hana eftir á Miklabæ.

Að meyjum þáði ég mjúkan koss
og margir buðu mér falleg hross.
Að skrumi þeirra ég skellihlæ
og skrafa bara um hryssuna á Miklabæ.
Hún tölti nett, svo tók hún sprett,
þann trylling ég aldrei skilið fæ.
En svo fór það, já sárt var að
sjá hana verða eftir á Miklabæ.

Og ég hef komið í kostalönd,
bæði Krókinn, Blönduós og Skagaströnd,
og hvar sem mætir mér hryssa brún
heitt ég óska að þarna stæði hún.
Ég tek mér sjúss og tóbakssnúss,
en tæpast gleði af því fæ.
Mig langar svo, maður, að leggja af stað
og leiða hana burtu frá Miklabæ.

[engar plötuupplýsingar]