Það fer ekki eftir því

Það fer ekki eftir því
(Lag / texti: Otis Reding / Sveinn Guðjónsson)

Ef þér leiðist einni að vera
veit ég hvað við því þú skalt gera.
Vertu ekki hrædd og komdu hér,
ekki þig sakar að vera hjá mér.
Ég reyni að gera allt til hæfis þér,
það betra er.

Einmana ég sit hér oft og vona,
vona að þú viljir koma,
en ár og dagar líða hjá
án þess að ég fái þig að sjá.
Mitt hjarta hamast heitt af þrá
til þín.
Þú veist að ekkert hér í heimi fær breytt
mér ei neitt.

Í lífsins glaumi ég best fæ ævinni eytt,
ég hélt þú vissir það.
Það fer ekki eftir því.
Þess vegna ég alltaf er að reyna,
áhyggjum og sorgum vil ég gleyma,
því lífið er of stutt, það veistu vel:
í gleði eyða því ég betra tel,
en aldrei framar mun ég bregðast þér,
og þú ei mér.

Þú veit að ekkert hér í heimi fær breytt
mér ei neitt.

[m.a. á plötunni Roof tops – Roof tops 1968 – 2006]