Andvaka

Andvaka
(Lag / texti: Arnar Sigurbjörnsson og Karl J. Sighvatsson / Þorsteinn Eggertsson)

Hvert sinn er ég hugsa um þig,
hitastraum finn ég streyma um mig.
Hjartað sleppir slagi úr,
ég sofið fæ ei dúr.

Ég bara ligg og læt mig sjá
lífsglaða framtíð okkar hjá,
lítil börn að leika sér,
lítið húsið okkar er.

Andvaka af einskærri ást til þín.
Andvaka og hamingja við mér skín.

Lítil börn að leika sér,
lítið húsið okkar er.
Hjartað sleppir slætti úr,
ég sofið fæ ei dúr.

[m.a. á plötunni Flowers – [ep]]