La-li-la

La-li-la
(Lag / texti: erlent lag (Ay, ay,ay) / Freysteinn Gunnarsson)

Nú andar hinn blíði blær, la-li-la,
hann ber mér þinn óð, er rökkvar.
Hann leikur sér, ljúfa mær, la-li-la,
við lokkanna flóðið dökkva.
Þín vör er rauðari en rósin
og augun ljúfari en ljósin,
og blærinn, hann hvíslar hljótt að þér, la-li-la:
Við hittumst í kvöld við ósinn.

Er skuggarnir faðma fjöll, la-li-la,
ég finn þig við lundinn góða.
Þá veitist mér von mín öll, la-li-la,
við vangana heita og rjóða.
Svo létt sem líðandi dvali
í lækjar dreymandi hjali
þú kemur sem stjarna af himni hrein, la-li-la,
er húmar um jarðardali.

[m.a. á plötunni Jóhann Daníelsson og Eiríkur Stefánsson – Jóhann Danílesson og Eiríkur Stefánsson syngja einsöngva og tvísöngva]