Morgunsöngur

Morgunsöngur
(Lag / texti: erlent lag (My old Kentucky home) / Jón frá Ljárskógum)

Hið unga vor yfir austurfjöllum skín,
það ilmar og hljómar í blæ.
Til fjallsins liggja nú fótspor mín og þín,
meðan fólkið sefur enn í bæ.

Við göngum hljótt, því við hlýðum á þann söng,
sem hljómar í blænum svo kátt,
í morgundýrðinni’ er leiðin ekki löng
við þann létta glaða hörpuslátt.

Heyrðu hjartans vina,
nú hlæja augun þín.
Skærri’ en himinljós,
fegri’ en vorsins vænsta rós,
ert þú, vina minna dís,
ástin mín!

[óútgefið]