Santa Lucia

Santa Lucia
(Lag / texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum)

Leiftrandi geislaflóð
glitrar í öldum,
brotnar í björtum
bylgnanna földum.
Hljómar við Hulduklett
hafmeyjargígja:
Santa Lucia, Santa Lucia.

Hátt svífur bátur minn,
hraðar og hraðar.
Haföldur kveða
ljóðin sína glaðar.
Hlæ ég við sumri’ og sól,
sorgirnar flýja:
Santa Lucia, Santa Lucia.

Brunaðu bátur minn
blikandi vegi,
svífðu mót sólu,
sumri og degi.
Hljómar við Hulduklett
hafmeyjargígja:
Santa Lucia, Santa Lucia.

[óútgefið]