Ég man það vel

Ég man það vel
(Lag / texti: erlent lag / Jón Sigurðsson)

Ég man það vel er mættumst fyrsta sinn,
ég man hve blærinn strauk um heita kinn.

Ég mætti þér í maí í sunnan vindi
og mér fannst blómin hafa fengið mál,
og kveða okkur ljóð um ást og yndi
þá ást, sem kvikna tók í beggja sál.

Ég man það vel hvað vorum feimin þá
og varla gátum litið hvort á annað.
En lækur hló í lautu okkur hjá
litlir álfar voru að gægjast til og frá.

Þó löngu sé liðið fyrsta vorið
þá lifnar allt er sólin skín í maí.
Við eigum hérna enn þá margt eitt sporið
við álfaklettinn reistum okkur bæ.

Og þó að feimnin farið hafi af mér
ég finn ég roðna enn af heitri gleði
hér vil ég lifa öll mín ár með þér
eiga vísa hvíld og skjól er rökkva fer.

[m.a. á plötunni Helena Eyjólfsdóttir – [ep]]