Nótt á Akureyri

Nótt á Akureyri
(Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson)

Þar var um nótt á Akureyri,
að ég sá þig, ó fagra mær.
Og jafnvel enn þann dag í dag
í huga heyri
ég hlátur þinn, sem ómar skær.

Miðnætursól dumbrauð sem dreyri,
dreifði eldi um fjöll og sæ.
Já, þá var dýrð á Akureyri,
sem aldrei gleymt ég fæ.

Til skiptist ég í undrun starði,
á Eyjafjörðinn og brosið þitt.
Öll þessi fegurð alls staðar
hún fyrr en varði
hleypti funa í hjarta mitt.
Ég varð sem stytta steypt úr leiri.
Sem strá í vindi og hélt mér fast,
uns ég stóð einn á Akureyri
en öll á braut þú varst.

Þótt ástarljóð mitt ei hún heyri
sem ég hef elskað og síðan þráð.
Mitt hjarta býr á Akureyri
uns ég hef henni náð.

Því einmitt þar á Akureyri
er Íslands framtíð skráð.

[af plötunni Lúdó sextett og Stefán – [ep]]