Rock’n roll öll mín bestu ár

Rock ‘n roll öll mín bestu ár
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson)

Ég man ennþá er ég keypti fyrsta gítargarminn minn,
þá fór ég með hann út í bílskúr og ég æfði mig um sinn.
Allir heima þurftu’að hlusta hundrað sinnum á mín lög.
Mömmu sagði ég að seinna meir ég yrði frægur mjög.

Ég keypti allar Bítlaplöturnar og hermdi eftir Paul,
já ég fyllti allt af plötum, það fór allt í handaskol.
Og ég sat við plötuspilarann og stældi sérhvern tón,
alla poppara ég dáði og reyndi að líkjast þeim í sjón.

Viðlag
Ó, rock ‘n roll ég gefið hef þér öll mín bestu ár,
allt það besta er þú bauðst upp á ég kunni upp á hár.
Heilu dagana ég sat og samdi ástarljóð til þín,
þó þú breyttist dag frá degi og villtir mönnum sýn.
Þú mátt ei lá mér að ég reyndi að ná þér.

Árið sextíu og níu þegar Trúbrot var og hét
þá ég elti þá á röndum, án mín fóru þeir ei fet.
Og ég samdi marga texta um rotið gerviþjóðfélag.
Viss um að ég myndi slá í gegn einn góðan veðurdag.

Viðlag

Loks ég taldi mig það góðan að ég fór að starfa einn,
fékk mér umboðsmann sem skildi mig og virtist hreinn og beinn.
Og hann átti sand af seðlum, var með sambönd út um allt
og við ræddum mína framtíð, það var bæði klárt og snjallt.

Og svo fórum við til London, gistum tvö hundruð hótel.
Jafnan plötufyrirtæki tóku okkur ekki vel.
Mér var sagt ég hefði ekki hæfileika, með það heim ég flaug.
En nú veit ég að frægðarbrautin er víst ekkert spaug.

Viðlag

[m.a. á plötunni Brimkló – Rock‘n roll öll mín bestu ár]