Ó, dalur, hlíð og hólar

Ó, dalur, hlíð og hólar
(Lag / texti: erlent lag / Steingrímur Thorsteinsson)

Ó, dalur, hlíð og hólar,
þér hvelfdu skógargöng.
Þar hrifinn einn ég undi,
svo oft um dægrin löng.
Í fjarlægð hlymur harkið
frá heimslífsins ólgusjó.
Ó, skýl með skjólsarm grænum,
mér skógar heilög ró.

[af plötunni Karlakórinn Vísir – Okkar glaða söngvamál]