Þar sem háir hólar

Þar sem háir hólar
(Lag / texti: Árni Thorsteinsson / Hannes Hafstein)
 
Þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla.
Lék í ljósi sólar,
lærði hörpu‘ að stilla
hann sem kveðja kunni
kvæðin ljúfu, þýðu,
skáld í muna‘ og munni
mögur sveitablíðu.

Rétt við háa hóla
hraunastalli undir,
þar sem fögur fjóla
fegrar sléttar grundir,
blasir bær í hvammi,
bjargaskriðum háður.
Þar til fjalla frammi
fæddist Jónas áður.

Brosir laut og leiti,
ljómar fjall og hjalli,
lækur vætu veitir,
vökvast bakka halli.
Geislar sumarsólar s
ilungsána gylla,
þar sem háir hólar
hálfan dalinn fylla
 
[m.a. á plötunni Karlakór Reykjavíkur – Karlakór Reykjavíkur syngur lög eftir Árna Thorsteinsson]