Þið þekkið fold

Þið þekkið fold
(Lag / texti: Helgi Helgason / Jónas Hallgrímsson)
 
Þið þekkið fold með blíðri brá
og bláum tindi fjalla
og svanahljómi, silungsá
og sælu blómi valla,
og bröttum fossi, björtum sjá
og breiðum jökulskalla:
drjúpi hana blessun drottins á
um daga heimsins alla.
 
[m.a. á plötunni Söngkvartettar: útvarpsperlur – ýmsir]