Berserkir (1982-83)

Hljómsveitin Berserkir var stofnuð upp úr Start sem klofnaði haustið 1982.

Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Edelstein hljómborðsleikari, Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari og Rúnar Erlingsson bassaleikari. Fljótlega tók Richard Korn við bassaleikarahlutverkinu.

Sveitin æfði undir þessu nafni í nokkrar vikur en fljótlega eftir áramót tóku þeir upp nafnið Puppets án þess að hafa komið fram opinberlega undir Berserkjanafninu.