Okkar glaða söngvamál

Okkar glaða söngvamál
(Lag / texti: erlent lag / Bjarki Árnason)

Dansa viljum, dansa viljum, dansa viljum,
dansa fram á nótt.

Góðu nú á gleðimóti gjörum söng og brag,
tíminn á topphraða líður, tökum lag.
Dansa viljum daginn út og dansa fram á nótt,
dansa því ævin líður alltof fljótt.

Meðan sólin sefur bak við sæ og lönd,
svartir haustsins  skuggar hylja bæ og strönd,
syngjum okkar söng og ljóð um sumarmál,
já syngjum unz við kveikjum öllum gleðibál.

Æskutíð er ætíð góð, ungum þykir löng,
aldnir henni halda við, helst með dansi og söng.
Því skal þetta lag og ljóð leikið hér um stund,
að við eigum ennþá von, æsku að mæta á fund.

Nú skal dansa, gleðjast, gleyma,
gamla haminn láta heima,
vera ung í annað sinn í anda og sál.
Langt frá dagsins ys og önn
þá okkur reynist gleðin sönn
og öllum kveiki bál, okkar glaða söngvamál.

[m.a. af plötunni Karlakórinn Vísir – Okkar glaða söngvamál]