Saga Florians

Saga Florians
(Lag / texti: erlent lag / Kristján Róbertsson)

Þeim fingralipra Florian
var frægð án gæfu léð.
Hann klukku bjó þá bestu til,
er bragnar höfðu séð.
Uns verki lauk, af lífi og sál
hann lagði nótt við dag,
og furðusmíðin fékk sitt mál,
sitt fagra klukkulag.
Sá hljómur dýr, það hreina lag,
er heyrðist klukkan slá,
var bergmál djúpt úr huga hans
og hjartans innstu þrá.

Hann hafði á konu ofurást,
sem enga lít í mót.
Þá góðu klukku er gjörði hann,
sem gjöf hann færði snót.
En hún til blíðu hreifst þó ei
og hæddi hans gjöf og þrá.
Með æfðri hönd sitt undrasmíð
hann eyðilagði þá.
Þar klukkan brotin vitna vann
um vonarsnauða ást.
En Florian þá fór á braut
og framar aldrei sást.

Vort hjarta er eins og harpa,
og hljómað best þá fær,
svo öllum yndi vekur,
er ástin streng þess slær.
En fáist ekkert andsvar
við ástarsöngvum manns,
þá þagnar kvæðakliður
sem klukka Florians.

[af plötunni Karlakórinn Vísir – Okkar glaða söngvamál]