Stíg á bak

Stíg á bak
(Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarson / Frímann Einarsson)

Nú er glatt yfir sál, hafið góðvina mál,
allar gnægðir og peli í mal,
þó skal hóflega kneyft, drukkin hestamanns skál,
því að hér ér á góðhestum val.
Leggjum bitil að munni, strjúk bóga og brjóst,
og á bak leggjum þófamjúkt ver.
Stígum styrkir á bak
með á taumunum tak,
það er tryggara hvar sem þú fer.

Upp um öræfin blá,
leitar anda míns þrá,
fyrr en ársól um tindana skín,
þar um hæðir og gil,
leikur hófanna spil,
það er helgasta ómkviðan mín.
Þegar vorblærinn strýkur við flugtakið fax
þegar fjörtak ei linnir að stans,
þá er létt knapans lund
og hver líðandi stund,
verður ljósblik á altari hans.

Hér er Íslendings sál
með sitt aldýra mál,
við sitt óðal í bláfjalla geim,
við hinn ískrýnda trón
með sinn þarfasta þjón,
sem að þekkt er um gjörvallan heim.
Allt frá ættfeðra tíðum hann á sína rót,
bar hann Egil og Snorra og Njál,
yfir bruna og grjót, yfir beljandi fljót.
Hann var brauð okkar, gull vort og stál.

[af plötunni Karlakór Rangæinga – Vorganga]