Landið mitt

Landið mitt
(Lag og texti: Ólafur Þórarinsson)

Ef ég vakna af draumi með dapra framtíðarsýn
og dæmi lífið tómt glingur og prjál,
reynist mér hollast að hugsa til þín
sem hefur gætt lífi kulnaða sál.
Þú getur gert kraftaverk landið mitt.

Þú ert fegursta málverk gert af meistarans hönd
eða magnþrungin kvikmynd í lit,
hljómfagurt tónverk við tindrandi strönd
eða töfrandi litskrúð og glit.
Í heimi fegurst þú ert landið mitt.

Fjölmörg skáld hafa í framandi borg
fetað ókunna slóð,
þrungin trega, söknuði og sorg
sýnast flest þeirra ljóð.

Ef ég vakna af draumi með dapra framtíðarsýn
og dæmi lífið tómt glingur og prjál,
reynist mér hollast að hugsa til þín
sem hefur gætt líf kulnaða sál.
Þú getur gert kraftaverk landið mitt.

[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]