Sumarnótt [2]
(Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Jón Magnússon)
Svona getur sólin ofið
silkivið um nakin fjöll.
Svona getur grasið sofið
glaða nótt um hlíð og völl.
Elfin sjálf í svefni gengur, sumarbjört og fagurleit.
Engin tunga ljóðar lengur.
Læðist þögn um breiða sveit.
Ber þú mínar bænir allar
bjarta dís, á vörum þér.
Þar sem særður höfði hallar,
hvar sem þreyttur maður fer.
Látur renna‘ um lífsins æðar
ljúfa hvíld og ferskan þrótt.
Yfir veröld fjölda‘ og fæðar,
faðminn breiddur sumar nótt.
Hér er sælt að sofa‘ og vaka
sömu stund með einni þér,
jörð og himin höndum taka.
Hér mína sæla gervöll er.
Hérna sjálfan drottin dreymir
dýrð og unað sinni hjörð.
Heimur synd og hatri gleymir.
Himnaríki‘ um alla jörð.
Heimur synd og hatri gleymir.
Himnaríki‘ um alla jörð.
[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]