Minning [3]

Minning [3]
(Lag / texti: Guðmundur Jóhannsson / Guðjón Halldórsson)

Kyrrðin djúpa barst um blómum skreytta hlíð.
Bjartar vonir skóp hin ljósa sumartíð.
Þangað komstu vina mín á frjálsan fund,
fögur og blíð var þar ilmiþrungin rökkurstund.
Þangað komstu vina mín á frjálsan fund,
fögur og blíð var þar ilmiþrungin rökkurstund.

Barmur þinn mér veitti ástarinnar yl.
Ætíð leiddir þú mig draumalands til.
Þangað lágu jafnan okkar liðnu spor,
ljúfur kvað blærinn um heiðríkjunnar fagra vor.
Þangað lágu jafnan okkar liðnu spor,
ljúfur kvað blærinn um heiðríkjunnar fagra vor.

[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]