Faðmlög og freyðandi vín

Faðmlög og freyðandi vín
(Lag / texti: erlent lag / Bjarki Árnason)

Tra la la…
Látum saman lagið óma,
létt við syngjum tra la la la.
Okkar söngvar saman hljóma,
já við syngjum tra la la la.
Þó að syrti ögn í álinn
alltaf syngjum tra la la la.
Saman mörg er sopin skálin,
syngjum saman tra la la la.

Svo léttist lundin mín
við ljúffengt kampavín
og vegleg veisluföng
verður ei nóttin löng
við okkar gleðisöng.

Og máninn mildur skín
og við meira kampavín
við munum meyjafund
og marga glaða stund,
já glaða stund.

Litla ljúfa dís,
leiðumt tvö í tangódans
þar til dagur rís
ertu draumur söngvarans
og þinn ljúfi koss
verður lífsins æðsta hnoss,
hlýju faðmlög þín
eru freistingin mín
og hið freyðandi vín.

Við okkar söng, við okkar söng, já söng.

[af plötunni Karlakór Selfoss – Í ljúfum lækjarhvammi]