Áfram Jón

Áfram Jón
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon og Ragnhildur Gísladóttir)

Sumir eru klárir að semja
og sitja‘ ekki við orðin tóm
en fagrar kviður fremja
við fimbulorganhljóm.
Og það var hálfgerð hundaheppni
að haft var samband við Jón
vegna orgelleikarakeppni
sem haldin verður í Prag.
Og þjóðin syngur saman einum rómi:
Áfram Jón, við treystum að þú spjarir þig,
já áfram Jón, þú verður að standa þig.

Eitt má fremur öðru telja
okkar manni í hag,
til organkeppni ákvað að velja
eigið lag.
Peppliðið stendur á pöllum
í Prag til að styðja Frón.
Með klappi, blístri og köllum
þau hvetja okkar Jón og syngja einum rómi:
Áfram Jón, við treystum að þú spjarir þig,
já áfram Jón, þú verður að standa þig.

Sóló

Íslenski keppandinn er hreint frábær.
Sko hvernig á kostum hann fer, hann er frábær.
Okkar þjóðarstolt – þú ert ef öllu er á botninn hvolft,
við syngjum:
Áfram Jón, við treystum að þú spjarir þig,
já áfram Jón, þú verður að standa þig.
Áfram Jón, við treystum að þú spjarir þig,
já áfram Jón, þú verður að standa þig.

[af plötunni Stuðmenn – Á gæsaveiðum]