Leitin að látúnsbarkanum

Leitin að látúnsbarkanum
(Lag / texti: Ragnhildur Gísladóttir og Jakob F. Magnússon)
 
Alein ég fer, í álögum ég er
uns barka ég finn úr brassi, eins og minn.
Og enn ég held í sveitinni áfram leitinni‘ að látúnsbarkanum
og ég fer senn á annan stað, enn að leita að látúnsbarkanum
því ég veit að hann er sjálfur að leita að konu,
konu sem fýsir að skilja sinn örlagavef:
já konu sem fýsir að elska, og sem til þess hefur burði, þá burði hef ég.

Ég vek á því máls að einn vandaður háls
nú sköpum fær skipt og skjótt álögum rift.
Og enn ég held í sveitinni áfram leitinni‘ að látúnsbarkanum,
og ég fer enn á annan stað, enn að leita að látúnsbarkanum
því ég veit að hann er sjálfur að leita að konu,
konu sem fýsir að skilja sinn örlagavef,
konu sem fýsir að elska, og sem til þess hefur burði, þá burði hef ég.

sóló

Og enn ég held í sveitinni áfram leitinni‘ að látúnsbarkanum,
og ég fer enn á annan stað, enn að leita að látúnsbarkanum
Og enn ég held í sveitinni áfram leitinni‘ að látúnsbarkanum,
ég fer enn á annan stað, enn að leita að, leita að brassraddböndum.

[af plötunni Stuðmenn – Á gæsaveiðum]