Nú máttu hægt

Nú máttu hægt
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Erlingsson)

Nú máttu hægt um heiminn líða,
svo hverju brjósti verði rótt,
og svæfa allt við barminn blíða,
þú bjarta heiða júlínótt.

Hver vinur annan örmum vefur,
og unga blómið krónu fær,
þá dansar allt sem hjarta hefur
er hörpu sína vorið slær.

Og gáttu vær að vestursölum,
þinn vinaljúfa friðarstig,
og saklaus ást í Íslands dölum
um alla daga blessi þig.

[af plötunni Karlakór Rangæinga – Vorganga]