Rangárþing
(Lag / texti: Björgvin Þ. Valdimarsson / Sigurjón Guðnason)
Þú opnast sjónum fagri fjallahringu
í faðmi þínum vagga okkar stóð.
Þar halda vörðinn Hekla og Þríhyrningur,
en hljóðlát Rangá kveðu draumkennd ljóð.
Og fætur þínir laugast bröttum bárum,
er bylta sér við dökkan Eyjasand.
Við barm þinn sæl við undum bernskuárum.
Þú ert vort sanna draum og vökuland.
Við sendum kveðju heim til austurheiða,
sem hingað frá þér tímans straumur bar.
Og öll vér þráum blóm á veg þinn breiða
því bjartast lífið skein við okkur þar.
Og vaxi hjá þér menntun, manndómsandi,
og magn og hreysti, fagra Rangárþing
á meðan báran syngur fyrir sandi,
og sólin roðar Heklu og Þríhyrning.
[af plötunni Karlakór Rangæinga – Vorganga]