Ilmur vorsins
(Lag og texti: Jón Þorsteinsson)
Nú andar jörðin ilmi‘ og yl
nú endurnærist allt sem grær.
Um langa daga, ljósar nætur,
ljúft að vera til.
Í norðri sól um lágnótt læðist,
lind og lækir syngja lag.
Svo jörðin andann dregur djúp
og dreymir nýjan dag.
Um langa daga‘ og ljósar nætur
er ljúft að vera til.
Um vornótt vaknar vonin hlý
sem vetrartíð í helsi hélt.
Nú fagnar lífið, frelsi fær
og fæðist allt á ný.
Í norðri sól um lágnótt læðist lind
og lækur syngja lag.
Svo jörðin andann dregur djúpt
og dreymir nýjan dag.
Um langa daga‘ og ljósar nætur
er ljúft að vera til.
[af plötunni Karlakór Rangæinga – Vorganga]