Sólskinsbarn

Sólskinsbarn
(Lag / texti: rússneskt þjóðlag / Jón frá Ljárskógum og Sigurjón Sæmundsson)

Ég kom til þín er kuldinn næddi
um kalinn vang,
þá breiddir þú á móti mér
þitt mjúka fang,
og þar varð himinhlýtt og bjart
í huga mér,
því ég las allan unað heims
í augum þér.

Þú hreifst mig inn í veröld vorsins
vina mín,
ég geymi ennþá innst við hjarta
atlot þín,
þú gafst mér aftur gleymda drauma,
gleymdar þrár,
og nú er aftur heiður himinn,
hýr og blár.

Því syng ég þér nú söng minn, litla
sólskinsbarn.
Við þína kveðjukoss gleymdust
kuldi og hjarn,
ég hef varpað húmsins fargi
af huga mér
og fundið allan fögnuð heims
í faðmi þér.

Nú er ljúft að lifa og vaka
litlir fuglar vængjum blaka.
Svanir hvítir syngja og kvaka.
Heiður dagur, himinn fagur,
hjörtun fagna hátíð vorsins,
horfið burtu kuldi og hjarn.

Himinhlýtt og bjart,
heljarmyrkrið burtu flúið.
Heiður dagur, himinn fagur,
horfið burtu kuldi og hjarn.

[af plötunni Karlakórinn Vísir – Okkar glaða söngvamál]