Frostnótt

Frostnótt
Lag og texti Hörður Torfason

Stjörnubjartur himinn,
næturfrost og norðurljós.
Nú er ég á gangi aleinn úti.
Ég hugsa til þín vinur.
Svo óralangt í burtu.
Ég hlakka til þess eins
þegar ég hitti þig á ný.

Mér líður stundum illa,
og fer þá út að ganga,
með hugsanir sem snúast bara um þig.
Ég tala oft við stjörnurnar,
og vef mig inn í frostið.
Og fótatak mitt telur,
taktinn í þig lag.

Kyrrðin fyllir hug minn,
mér líður miklu betur.
Frosin mölin sindrar eins og augna þinna blik.
Nú ertu hérna hjá mér,
því næturloftið hreinsar,
huga minn og gefur sálu minni,
styrk og frið.

[af plötunni Hörður Torfason – Hugflæði]