Eins og barn

Eins og barn
Lag og texti Hörður Torfason

Eins og barn get ég hlegið og elskað þig,
eins og barn get ég hatað sjálfan mig,
fyrir að þegja og kunna ekki orðum stað,
fyrir að leyfa ekki ást þinni að komast að.

Eins og barn hættir leik og hefur á ný,
eins og barn get ég ekki skilið í því,
að hatur og ást sé hluti af sjálfum mér,
að lygin og svikin bitni alltaf á þér.
Rétt eins og barn sem kemur og fer.

Ég kem og fer,
þú veist hver ég er.
Ég er alltaf í leit að sjálfum mér.
Ég kem og fer,
þú veist hver ég er.
Ég get alltaf leitað skjóls hjá þér.

Eins og barn þarfnast hlýju ég þarfnast þín.
Eins og barn þarf ég þig til að gæta mín.
Á stundum skelf ég af ótta við sjálfan mig,
á stundum vil ég aðeins gleðja þig.
Rétt eins og barn kem ég alltaf upp um mig.

[af plötunni Hörður Torfason – Hugflæði]