Ættjarðarraul ´81

Ættjarðarraul ’81
Lag og texti Hörður Torfason

Hver á sér meira mömmuland en maður í útlandinu?
Í hjarta mér er tognað tryggðarband og tár í andlitinu.

Hvert andartak sem ég átti með þér,
var apríkósa á veruleikans tertu.
Þú ert hvirfilpunktur gleðinnar í mér.
Já, hringabrynja sorgar minnar ertu.

Marglit þurrkuð blóm oft þú mér sendir,
og þúsund sinnum þúsund einlægt bros.
Ef gáski þinn í lífsháska alheimsins lendir.
Ja, þá læturðu mig vita, fyrir næsta Heklugos.

Í sálir blæstu kúltúrbyr og brátt starfa allar sellur.
Listamenn við þínar dyr, þeir éta fríkadellur.

Fiskétin lík dansa og kitla þínar strendur.
Samviska þín er viðkvæm og ætti að sýna lit.
Höfum við öll hvítþvegið okkar hendur
og sagt: “égersvolifandisaldeilisskelfingaryfirmigósköpbit!”?

Gáskafullum augum hlærðu út á hafið,
undir himni geysist og sólin á eftir þér.
Hitageislar gleði minnar hafa þig örmum vafið
og hláturgusur þínar enduróma hér.

En það kannski ofsapúl punktur strik og komma,
þér að skilja að mólekúl skuli verða að lesbu og homma?

Gullslegnum táknum skrifar þú í skýin.
Skilaboðunum rignir innum glugga minn sérhvern dag.
Þvældan veg og ljótan vefur hún okkur lygin.
Ættum við ekki að sættast og kippa þessu í lag?

Það er gott að vera dreyminn af og til.
Reyndar nauðsyn til að klára áframhaldið.
En draumar geta sjaldan gert raunveruleikanum skil,
síst ef kuldi og heimska hafa valdið.

Til að lifa í takt við sjálfan sig sem maður heill í friði,
verður að fórna hrokanum svo hamingjunni áfram miði.

[af plötunni Hörður Torfason – Hugflæði]