Veiðisaga

Veiðisaga
Lag og texti Hörður Torfason

Þegar hálf full augu sjá villigæsir fljúga hjá
er hjartað gripið sterkri þrá að hlaupa út og steik í ná.

Við fjórir risum sætum úr, sóttum byssur fram í búr,
kvöddum okkar fögru frúr því farið skyldi í veiðitúr.

Það skilst hjá öllum siðuðum að í skinninu við iðuðum
á gæsahópinn miðuðum á veiðisvæðum friðuðum.

Á byssunum var lélegt mið en drepa gæsir skyldum við,
skotin höfðu slæman sið: þau skutust alltaf út á hlið.

Þegar loks ein gæsin lá, urðum við að hverfa frá
í tukthús bakvið lás og slá. Við fengum sekt sem var nokkuð há.

Það má fylgja hér sem rest að sektin hún var ekki verst.
Okkur þótti skömmin mest að skjóta á gæs en drepa hest.

[af plötunni Hörður Torfason – Hugflæði]