Mey/dómsdagar

Mey/dómsdagar
Lag og texti Sverrir Stormsker

Ég fór á mey,
hún æpti Nei,
ég hélt hún meinti já.
Hún gaf mér spark
og hitti í mark
og því er rödd mín há.

Ég skeit út mey,
ég sagði Svei,
hve þú ert hlálega smá.
Hún hló sú mey
og sló mig ei,
og því er rödd mín lág.

Óútreiknanlegar meyjar
valda mér sorg og sút.
Þó ég heimilistölvu eigi,
ég get ekki reiknað þær út.

Ég kom við kropp,
hún hvæsti Stopp!
Farðu með loppurnar frá.
Ég stoppaði,
þá kroppaði
hún úr mér augun blá.

Ég hitti mey,
hún sagði Hey boy,
mig langar mikið í cock.
Ég sagði Nei,
ég elda ei
og þekki engan kokk.
Hún reif mig í sig.

Óútreiknanlegar meyjar
valda mér sorg og sút.
Þó ég heimilistölvu eigi,
ég get ekki reiknað þær út.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Ör-lög]