Skál

Skál
Lag og texti Sverrir Stormsker

Hey, vínið taktu upp úr töskunum
og tappann svo úr flöskunum.
Við skulum gera okkur glaðan dag,
við eigum það sko skilið.
Við höfum yfrið nóg af ástæðum
til að drekka okkur yfir um.

Ég er nú fráleitt mikið fyrir vín,
ég fæ mér staup svona upp á grín.
Langt er nú síðan hann dó hann Debússí,
við skálum fyrir því.
Við skulum skála fyrir því
að við skálum nú í Campari.

Skál, skál,
skál, skál fyrir píunum.
Skál, skál fyrir Díönnum
og góðu fylleríunum.

Ég er sko sjúr á því að Salerí
hann samdi lagið Let it be.
Finnst þér nú ekki alveg tilvalið
að skála fyrir því.
Nú vinur skálum við í viský
og síðan skálum við í Tjækovskí.

Ókei, ókei, skálum fyrir því.
Vei, vei, vei, vei, skálum fyrir því
hversu sjaldan við förum á fyllerí.

Ókei, ókei, skálum fyrir því.
Vei, vei, vei, vei, skálum fyrir því
að það sé enn til nóg að skála í.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Ör-lög]