Litli víkingur

Litli víkingur
Lag og texti Hörður Torfason

Sýndu öllum gleðibros þitt, litli ljúflingur.
Láttu allan heiminn vita að þú ert snillingur.
Efst til hæða allt má ræða,
augu þín ljóma,
þeyttan rjóma færðu víkingur.

Verndi þig heilagur kraftur.
Núna og aftur og aftur og aftur.

Brosi allur heimur til þín, gegnum litað gler
svo guðdómlegur svipur setjist beint á andlit þér.
Glæður, aska, hálftæmd taska,
hugljúfir straumar,
stórir draumar rætast aðeins hér.

Verndi þig heilagi kraftur.
Núna og aftur og aftur og aftur.

Svífðu eins og korn í vindi, skrautlegt hláturský.
Njóttu lífsins alla daga, lærðu að treysta því.
Eins og bátur svífur hlátur
innan í mér.
Úr augum þér kom lífsgleðin á ný.

Verndi þig heilagur kraftur.
Núna og aftur og aftur og aftur.

[af plötunni Hörður Torfason – Hugflæði]