Losti

Losti
(Lag / texti Eyþór Arnalds)

Ég hlusta á þig
þótt þú segir mér ósatt.
Vil ég samt heyra meira af því.
Hvernig gastu? – hvað sástu
sem þú þekktir ekki áður?

Því ég hef séð það
verða stærra
og alltaf fundið meira og meira
og alltaf viljað vita fleira
og aldrei haft nóg vit fyrir sjálfum mér.

Lostinn hefur mig,
heltekið mig.
Lostinn hefur mig.
Hvað geri ég nú?

Þú veist það vel
að ég hef margt að sýna þér,
nýja hluti handa þér.
Önnur máltæki – kæki
sem þú þekktir ekki áður.

Þú veist eins vel og ég
að mikill vill meira,
þú hefur alveg eins og ég
haft vit fyrir sjálfum þér.

[af plötunni Todmobile – Spillt]