Hljóð streymir lindin í haga

Hljóð streymir lindin í haga
(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Steinn Steinarr (Aðalsteinn Kristmundsson))

Hljóð streymir lindin í haga
og hjarta mitt sefur í ró.
Tveir gulbrúnir fuglar fljúga
í fagurgrænan skóg.
Og allt sem ég forðum unni
og allt sem ég týndi á glæ
er orðið af ungu blómi
sem angar í kvöldsins blæ.
Hljóð streymir lindin í haga.
Ó, hjarta mitt, leiðist þér?
Guð gefi nú að við náum
næsta bíl, sem fer.

[m.a. á plötunni Bergþóra Árnadóttir – Bergmál]