Vögguvísa

Vögguvísa
(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Páll Ólafsson)

Illa dreymir drenginn minn;
Drottinn sendu engil þinn
vöggu hans að vaka hjá,
vondum draumum stjaka frá.
Láttu hann dreyma líf og yl
ljós og allt sem gott er til,
ást og von og traust og trú.
Taktu hann strax í fóstur nú.
Langa og fagra lífsins braut
leiddu hann gegnum sæld og þraut.
Verði hann besta barnið þitt.
Bænheyrðu nú kvakið mitt,
svo ég megi sætt og rótt
sofa dauðans löngu nótt.

[m.a. á plötunni Bergþóra Árnadóttir – Afturhvarf]