Mannhundur

Mannhundur
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Andrea Gylfadóttir)

Það gengur mannhundur á eftir mér
til hægri og vinstri gjóar augum brjáluðum.
Hann dregur á mig, virðist flýta sér,
ég missi í angist minni stjórn á fótunum.

Ég byrja að hlaupa.
Ó, hann eltir mig.
Ég reyni að hlaupa á burt
og hann á eftir mér.

Hann er hér – hann er þar.

Ég þekki svip á manni í veiðihug,
hann vekur óhugnað og hjartað verður blý,
ef þvílík geðveik hugsun kemst á flug
þá liggja eftirþankar þokumóðu í.

Ég byrja að hlaupa.
Ó, hann eltir mig.
Ég reyni að hlaupa á burt
og hann á eftir mér.

Er hann hér? – Er hann þar?

Ég held að hjartað sé að springa inni í mér.
Ég öskra á hjálp en það er enginn – enginn sér.
Ég dett á magann og hann kemur nær og nær.
Ég reyni að krafla mig á fætur – orðin ær.

Hann er að ná mér.
Hann nær að grípa mig.
Er búinn að ná mér.
Hann hefur náð mér – ó nei
og hann er með hníf.
Hjálp – hjálp!

[af plötunni Todmobile – Spillt]