Sætari en sýra

Sætari en sýra
(Lag / texti: Eyþór Arnalds)

Hátt á lofti flýgur þú,
svífur yfir borgir nú.
Talar tungum laus við hreim.
Gengur burt á höndum tveim.

Leyfðu mér að ljúga,
leyfðu mér að segja við þig
sykursætar sögur.
Leyfðu mér að leika við þig,
leyfðu mér að hreyfa,
segja þessar sögur.
Leyfðu mér að segja þér að…

Sykur er sætari en sýra.
Sannleikur er kannski á meðal dýra.

Stefnir lóðrétt upp í loft,
aðrir geta bara horft.
Best af öllum mönnum ber
þessi þú á landi hér.

Leyfðu mér að ljúga,
leyfðu mér að segja við þig
sykursætar sögur
Leyfðu mér að leika við þig,
leyfðu mér að hreyfa,
segja þessar sögur.
Leyfðu mér að segja þér að…

Sykur er sætari en sýra.
Sannleikur er kannski á meðal dýra.

[af plötunni Todmobile – Spillt]